Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. september 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elliott og eigandi Leeds sammála - „Ósanngjarnt"
Struijk fer í þriggja leikja bann.
Struijk fer í þriggja leikja bann.
Mynd: Getty Images
Harvey Elliott, leikmaður Liverpool, er staðfastur á því að Pascal Struijk, leikmaður Leeds United, eigi ekki að fara í leikbann.

Struijk fékk rautt spjald gegn Liverpool eftir tæklingu sem endaði með því að Elliott meiddist illa á ökkla. Leeds áfrýjaði spjaldinu þar sem félagið telur að það hafi verið rangur dómur.

Hollendingurinn þarf að taka út þriggja leikja bann þar sem áfrýjuninni var hafnað.

Elliott svaraði færslu Sky Sports á samfélagsmiðlum um að áfrýjuninni hefði verið hafnað.

„Ég finn til með þér Pascal. Mér finnst þetta vera rangt. En þetta verður búið fljótt bróðir. Vertu áfram jákvæður," skrifaði Elliott.

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, er sammála Elliott. „Ósanngjarnt," skrifar hann um þriggja leikja bannið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner