Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. september 2022 21:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þórir Jóhann kom ekkert við sögu í fyrsta sigri Lecce
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Salernitana 1 - 2 Lecce
0-1 Assan Ceesay ('43 )
1-1 Joan Gonzalez ('55 , sjálfsmark)
0-3 Gabriel Strefezza ('83 )

Þórir Jóhann Helgason sat allan tíman á varamannabekk Lecce sem heimsótti Salernitana í ítölsku deildinni í kvöld. Lecce var með þrjú stig eftir fyrstu fimm leikina fyrir leikinn í kvöld.

Lecce var marki yfir í hálfleik en Salernitana jafnaði metin senmma í síðari hálfleik. Það var hins vegar Gabriel Strefezza sem tryggði Lecce sitign þrjú með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn undir lok leiksins.

Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar hann skoraði enda var fyrsti sigur liðsins í efstu deild á þessari leiktíð í uppsiglingu.

Þórir Jóhann hefur verið inn og út úr liðinu að undanförnu en hann spilaði aðeins fyrri hálfleikinn í síðasta leik í jafntefli gegn Monza.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner