Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 16. október 2017 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mennirnir bak við tjöldin - „Hef sótbölvað í mörgum ferðum"
Dagur og Freyr í Króatíu.
Dagur og Freyr í Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið náði því merkilega afreki fyrir viku síðan að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi. Starfslið íslenska landsliðsins er ekki fjölmennt en það er skipað einstaklingum sem hafa lagt á sig svefnlausar nætur til að aðstoða strákana okkar.

Elvar Geir Magnússon kíkti í heimsókn á Laugardalsvöll og ræddi við þrjá aðila sem starfa bak við tjöldin. Innslagið var spilað í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn.

Elvar ræddi við Frey Alexandersson sem hefur njósnað um andstæðinga Íslands, Dag Svein Dagbjartsson sem er kallaður Spielberg innan þjálfarateymisins og fjölmiðlafulltrúann Óskar Örn Guðbrandsson.

Freyr, sem einnig er þjálfari kvennalandsliðsins, hefur farið ófáar ferðirnar til að skila inn skýrslum um andstæðinga Íslands. Hann hefur kynnst ýmsu skrautlegu í ferðum sínum til Austur-Evrópu.

„Þetta hafa verið ansi skrautleg ferðalög og maður hefur verið að sótbölva ýmsum flugfélögum og hótelum. Þetta er langt frá því að vera glamúr-líf. En vinnan hefur verið gefandi, krefjandi og skemmtileg. Maður vill ekki klikka á einu einasta smáatri," segir Freyr.

Hann segir það mjög skemmtilegt að sjá vinnuna skila sér, eins og í 3-0 sigrinum gegn Tyrklandi þar sem mark Kára Árnasonar var greinilega teiknað upp.

„Það var ótrúlega gefandi að sjá vinnuna skila sér á vellinum, gegn Tyrklandi og líka gegn Úkraínu. Það er ólýsanlegt að sjá hlutina ganga svona upp. Þessir strákar í liðinu eru ótrúlega góðir að framkvæma hluti sem eru lagðir á borðið hjá þeim. Maður fékk sæluhroll. Þú talar um markið hjá Kára og svo var markið hjá Jóa Berg líka uppsett. Auðvitað þarftu hæfileika til að framkvæma þetta."

Freyr verður áfram í njósnastörfum fyrir HM í Rússlandi. Hann telur að það muni henta Íslandi að lenda í riðli með skipulögðum liðum.

„Ég hræðist að undirbúa leiki gegn Panama og þjóðum sem eru kannski villtari. En við finnum lausnir á þessu á endanum," segir Freyr en hægt er að heyra í honum, Degi og Óskari í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner