Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 16. október 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Leikurinn var sigur fyrir Þjóðadeildina
Íslandsvinurinn Jamie Carragher.
Íslandsvinurinn Jamie Carragher.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Geir Moritz
England vann magnaðan 3-2 útisigur gegn Spáni í Þjóðadeildinni í gær. Sparkspekingurinn Jamie Carragher var í skýjunum með þau fótboltalegu gæði sem sáust í leiknum.

„Þetta er einn besti landsleikur sem ég hef séð í háa herrans tíð. Þetta var eins og að horfa á Meistaradeildarleik," segir Carragher.

„Þessi leikur er frábær auglýsing fyrir mótið sem við erum að taka þátt í. Margir hafa talað þessa keppni niður, þar á meðal stjórar í ensku úrvalsdeildinni."

Tvö mörk frá Raheem Sterling og eitt frá Marcus Rashford gerðu það að verkum að England var 3-0 yfir í hálfleik. Þrátt fyrir að hafa fengið tvö mörk á sig í seinni hálfleik segir Carragher að þetta hafi verið besta frammistaða enska landsliðsins síðan 2001, þegar 5-1 sigur vannst gegn Þýskalandi.

„Bæði lið eiga hrós skilið, sértaklega England. Þetta var leikur sem þessir leikmenn munu aldrei gleyma. Að horfa á enska landsliðið í dag er eins og að horfa á bestu liðin í ensku úrvalsdeildinni. Þeir spila á sama hátt og bestu lið heims," segir Carragher.

Til að komast á næsta stig Þjóðadeildarinnar þarf England að vinna Króatíu þann 18. nóvember og vona að Króatar geti allavega náð í eitt stig gegn Spáni þremur dögum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner