Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. október 2018 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er tími Löw kominn? - Ekki boðlegur árangur upp á síðkastið
Mynd: Getty Images
Þetta ár hefur verið mjög erfitt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta.

Liðið féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi. Þjóðverjar voru þar í riðli með Suður-Kóreu, Svíþjóð og Mexíkó.

Þjóðverjar eru svo í hættu á að falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar. Eftir þrjá leiki er liðið með eitt stig og er í hættu á að falla niður í B-deildina, ásamt Íslandi.

Þýskaland tapaði 2-1 gegn Frakklandi í kvöld en þetta er sjötta tap Þjóðverja á árinu, í tíu leikjum. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þýska fótboltalandsliðið tapar sex leikjum á einu ári. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2000 þar sem liðið tapar tveimur keppnisleikjum í röð.

Joachim Löw hefur stýrt þýska landsliðinu 2006. Er kominn tími á einhvern annan þjálfara fyrir Þýskaland?





Athugasemdir
banner
banner
banner