Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. október 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland ekki lengur í hópi með Þjóðverjum, Króatíu og fleirum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ísland skoraði sitt fyrsta mark í Þjóðadeildinni í gær þegar liðið tapaði 2-1 gegn Sviss.

Alfreð Finnbogason skoraði markið og var það af glæsilegri gerðinni.

Sjá einnig:
Myndband: Sjáðu stórkostlegt og sögulegt mark Alfreðs

Ísland hafði ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum en fyrsta markið kom í gær.

Með markinu komst Ísland úr hópi þeirra liða sem ekki hafa skorað mark í Þjóðadeildinni en hópurinn telur núna fjögur lið. Þessi fjögur lið eru San Marínó, Eistland og svo Króatía og Þýskaland.

Þýskaland á möguleika á því að komast úr þessum hópi, sem enginn vill vera í, í kvöld þegar liðið spilar við Frakkland.



Athugasemdir
banner
banner