Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. október 2018 08:45
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill lnsigne - City vill De Jong
Powerade
Insigne er orðaður við Liverpool.
Insigne er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Frenkie de Jong er á óskalista Man City samkvæmt enskum götublöðum.
Frenkie de Jong er á óskalista Man City samkvæmt enskum götublöðum.
Mynd: Getty Images
Insigne, De Jong, Alderweireld, Sancho, Ramsey, Bolt og fleiri í safaríkum slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Liverpool hefur áhuga á ítalska sóknarleikmanninum Lorenzo Insigne (27) hjá Napoli. Insigne hefur skorað fjögur mörk í 29 landsleikjum. (Rai Sport)

Manchester City er tilbúið að borga 62 milljónir punda fyrir hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong (21) sem einnig hefur verið orðaður við Barcelona og Tottenham. (Mundo Deportivo)

City er með klásúlu um að geta keypt vængmanninn Jadon Sancho (18) aftur frá Borussia Dortmund. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur vísað þeim fréttum á bug að félagið gæti verið sett á sölu bráðlega. (Mirror)

Barcelona hefur blandað sér í baráttu við Manchester United um belgíska miðvörðinn Toby Alderweireld (29) hjá Tottenham. (Mirror)

Velski miðjumaðurinn Aaron Ramsey (27) er opinn fyrir því að ganga í raðir helstu keppinauta Arsenal í ensku deildinni ef hann yfirgefur Emirates leikvanginn á frjálsri sölu í sumar. (ESPN)

Manchester United og Tottenham þurfa að bíða og sjá hvort Chelsea muni reyna að fá hollenska varnarmanninn Nathan Ake (23) aftur frá Bournemouth. United og Tottenham hafa áhuga á leikmanninum. (Telegraph)

Chelsea er tilbúið að eyða 17,6 milljónum punda í ítalska miðjumanninn Sandro Tonali (28) hjá Brescia í janúarglugganum. (Calciomercato)

Olivier Giroud (32), sóknarmaður Chelsea og franska landsliðsins, segist ekki hafa verið nálægt því að yfirgefa Stamford Bridge í sumar. Giroud var orðaður við Marseille í fjölmiðlum. (Express)

Nýr fimm ára samningur Luke Shaw (23) við Manchester United mun færa honum 160 þúsund pund á viku. (Times)

Southampton, Crystal Palace og Cardiff hafa áhuga á sóknarmanninum Edin Dzeko (32) hjá Roma en hann vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. (Mirror)

Enski U21-landsliðsmaðurinn Ryan Sessegnon (18) hjá Fulham segir að skrefið upp í ensku úrvalsdeildina hafi verið stærra og erfiðara en hann hélt. Hann segist þurfa að venjast líkamlegum kröfum í deildinni. (Mail)

Newcastle vill fá vængmanninn Garry Rodrigues (27) frá Galatasaray. Rodrigues er fæddur í Hollandi en er frá Grænhöfðaeyjum. (Hurriyet)

Ólíklegt er að enski varnarmaðurinn Phil Jagielka (36) verði hjá Everton á næsta tímabili en samningur hans rennur út næsta sumar. (Liverpool Echo)

Belgíski vængmaðurinn Kevin Mirallas (31) vill ekki snúa aftur til Everton þegar lánssamningur hans við ítalska félagið Fiorentina er á enda. (La Nazione)

Dean Smith, nýr stjóri Aston Villa, segir að það hafi verið sín ákvörðun að fá John Terry (37) sem aðstoðarmann. Hann segir umræður um að Terry gæti grafið undan sér vera fáránlegar. (Guardian)

Usain Bolt (32), áttfaldur Ólympíumeistari í spretthlaupi, hefur fengið samningstilboð frá maltneska fótboltafélaginu Valletta FC. Bolt hefur verið að æfa með áströlsku liði og vakið athygli. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner