Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. október 2018 11:13
Elvar Geir Magnússon
Rennico Clarke og Zeiko Lewis farnir frá FH - Crawford gæti farið heim
Crawford skoraði fimm mörk í átján leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Crawford skoraði fimm mörk í átján leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Rennico Clarke og sóknarleikmaðurinn Zeiko Lewis verða ekki áfram í herbúðum FH. Þeim var tilkynnt þetta eftir að tímabilinu lauk.

Rennico lék níu leiki með FH í Pepsi-deildinni í sumar en Zeiko fjóra áður en hann var lánaður til HK í Inkasso deildinni. Hann lék virkilega vel með HK og hjálpaði liðinu að komast upp í Pepsi-deildina. Sögur segja að Kópavogsfélagið hafi áhuga á að fá hann aftur til sín.

Óvíst er hvort miðjumaðurinn Robbie Crawford verði áfram í Krikanum. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, segir að Crawford sé með samningstilboð frá félaginu en hugur hans leiti heim til Skotlands.

Að sögn Birgis standa yfir viðræður við aðra leikmenn sem eru að renna út á samningi, þar á meðal við markvörðinn Gunnar Nielsen.

Í upphafi mánaðarins framlengdi Cédric D'Ulivo samning sinn við FH-inga og í morgun tilkynnti félagið samning við Guðmann Þórisson.

Sóknarmaðurinn Atli Viðar Björnsson hefur lagt skóna á hilluna og þá voru þeir Eddi Gomes, Viðar Ari Jónsson og Jákup Thomsen hjá FH á lánssamningum sem nú hafa runnið út.

Samningslausir hjá FH: Atli Guðnason, Bjarni Þór Viðarsson, Gunnar Nielsen, Halldór Orri Björnsson, Robbie Crawford.
Athugasemdir
banner