Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 16. október 2018 18:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn alltof stór biti fyrir U21 landsliðið
Óttar Magnús skoraði síðara mark Íslands í leiknum.
Óttar Magnús skoraði síðara mark Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ísland U21 2 - 7 Spánn U21
0-1 Mikel Oyarzabal ('24, víti)
0-2 Rafael Mir ('25)
0-3 Rafael Mir ('40)
1-3 Jón Dagur Þorsteinsson ('41)
1-4 Axel Óskar Andrésson ('45, sjálfsmark)
1-5 Carlos Soler ('54)
2-5 Óttar Magnús Karlsson ('58)
2-6 Borja Mayoral ('87)
2-7 Fabián Ruiz ('90)
Lestu nánar um leikinn

Strákarnir í U21 landsliðinu áttu ekki roð í sterkt lið Spánar í lokaleik sínum í undankeppni EM. Það var ekkert undir fyrir íslenska liðið nema stoltið.

Leikurinn fór fram á Florídana-vellinum í Árbæ en Spánn komst yfir úr vítaspyrnu á 24. mínútu. Staðan varð 3-0 með tveimur mörkum frá Rafael Mir, leikmanni Las Palmas. Jón Dagur Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir íslenska liðið en Spánn komst í 4-1 fyrir leikhlé. Axel Óskar Andrésson gerði sjálfsmark.

Carlos Soler, leikmaður Valencia, gerði fimmta mark Spánar eftir flotta samspil við liðsfélaga sinn.

Óttar Magnús Karlsson, sem kom inn á sem varamaður, minnkaði muninn fyrir Ísland í 5-2 á 58. mínútu en aftur refsuðu Spánverjar. Þeir settu tvo mörk undir lok leiksins og unnu að lokum 7-2 sigur.

Ísland endar þennan riðil í fjórða sæti en Spánn var fyrir leikinn búið að tryggja sér sigur í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner