Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 16. október 2018 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sterling hlaðinn lofi - Langþráð mörk
Sterling ætlar að fylgja eftir frammistöðunni í gær.
Sterling ætlar að fylgja eftir frammistöðunni í gær.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling hefur bætt sig mikið hjá Manchester City en skortur á mörkum fyrir enska landsliðið hefur verið talsvert í umræðunni. Í gær sýndi hann þó geggjaða frammistöðu og var maður leiksins í 3-2 útisigri gegn Spáni í Þjóðadeildinni.

Sterling skoraði tvívegis en það voru hans fyrstu mörk fyrir England í þrjú ár!

Sterling er hlaðinn lofi í ensku pressunni fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær.

„Sterling hefur ekki verið eins slakur fyrir England og sumir hafa haldið fram. Hann þurfti þó vissulega að gera meira. Hann er kominn aftur á fætur og kvöldum eins og þessum verður að fjölga hjá honum," skrifar Dominic King hjá Daily Mail.

Síðasta mark hans fyrir England, áður en hann skoraði í gær, kom 9. október 2015. Áhugavert er að hann hafði átt fjögur skot samtals í 27 leikjum en það er í engu samræmi við tölurnar frá honum í ensku úrvalsdeildinni.

Sjálfur sagði Sterling eftir leik í gær að hann vonaðist til að halda áfram á þessu róli í treyju enska landsliðsins.

„Þetta var ótrúlegt kvöld. Strákarnir sýndu mikið sjálfstraust og þeir komu ekki bara til að spila, heldur til að keppa. Við áttum gott HM og hefðum getað gert enn betur. Við erum á leið í rétta átt," sagði Sterling.

„Ég hafði ekki skorað lengi fyrir England og það var pirrandi, öll þessi pressa. En ég losnaði við hana alla í fagnaðarlátunum. Það er engin tilfinning betri en að skora fyrir England. Við sýndum orku, kraft og hugrekki í að vera með boltann."
Athugasemdir
banner
banner
banner