Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 16. október 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Stundum þarf markvörðurinn að bjarga þér úr vandræðum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Yvann Mvogo spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í gær, þegar liðið sigraði Ísland í Þjóðadeildinni.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Sviss en Mvogo átti hörkuleik. Hann varði nokkrum sinnum vel og geta Svisslendingar þakkað honum að einhverju leyti fyrir sigurinn.

Aðeins eitt skora fór fram hjá Mvogo og það var skot sem Alfreð Finnbogason átti. Fáir markverðir, ef einhver, hefðu getað varið það skot. Mvogo virkaði sannfærandi, það var ekki eins og hann væri að spila sinn fyrsta landsleik.

„Ég er í skýjunum að spila minn fyrsta landsleik," sagði Mvogo eftir leikinn. „Hvað geturðu sagt eftir svona leik? Stundum þarftu á því að halda að markvörðurinn bjargi þér úr vandræðum og sem betur fer tókst mér að gera það."

Vladimir Petkovic, landsliðsþjálfari Sviss, hrósaði líka Mvogo.

„Hann var stórkostlegur. Hann varði nokkrum sinnum vel og var rólegur og yfirvegaður. Hann smitaði frá sér. Þetta var mjög ánægjuleg frammistaða hjá honum."

Mvogo er 24 ára en hann varamarkvörður hjá RB Leipzig í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner