þri 16. október 2018 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tæklingin frá Rúnari skaðaði Mbappe ekki of mikið
Byrjunarlið Frakklands og Þýskalands
Mbappe er frábær leikmaður.
Mbappe er frábær leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Það er stórleikur í Þjóðadeildinni í kvöld þegar Frakkland fær Þýskaland í heimsókn. Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands mæta Heimsmeisturunum frá 2014, Þjóðverjum.

Frakkland gerði 2-2 jafntefli við Ísland í vináttulandsleik á fimmtudaginn. Þar byrjaði efnilegasti leikmaður heims og einn besti leikmaður heims, Kylian Mbappe á bekknum. Mbappe kom inn á sem varamaður í leiknum og jafnaði úr vítaspyrnu.

Mbappe lenti í tæklingu frá Rúnari Má Sigurjónssyni þegar lítið var eftir af leiknum og sauð allt upp úr. Tæklingin skaðaði hann víst ekki of mikið því hann er kominn inn í byrjunarlið Frakka í kvöld.

Það er nánast sama vörn og gegn Íslandi, fyrir utan það að Lucas Digne dettur út og Lucas Hernandez kemur inn í vinstri bakvörðinn. Kante og Matuidi koma þá líka inn í liðið.

Hjá Þýskalandi er Neuer áfram í markinu þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því að hann verði settur á bekkinn.

Þýskaland tapaði síðasta leik sínum gegn Hollandi 3-0 en frá þeim leik gerir Joachim Löw fimm breytingar. Thilo Kehrer, Serge Gnabry, Nico Schulz, Niklas Sule og Leroy Sane koma inn í liðið fyrir Jerome Boateng, Jonas Hector, Emre Can, Thomas Muller og Mark Uth.

Frakkland: Lloris, Pavard, Varane, Kimpembe, Hernandez, Pogba, Kante, Matuidi, Griezmann, Mbappe, Giroud.

Þýskaland: Neuer, Kehrer, Ginter, Hummels, Kimmich, Gnabry, Kroos, Schulz, Sule, Sane, Werner.

Leikurinn hefst 18:45 og er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að sjá alla leiki dagsins í Þjóðadeildinni.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner