Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. október 2018 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Gengur ekkert hjá Þýskalandi
Gleðin við völd í Gíbraltar
Mynd: Getty Images
Gíbraltar vann sinn annan mótsleik í röð.
Gíbraltar vann sinn annan mótsleik í röð.
Mynd: Getty Images
Lars stefnir upp úr C-deildinni.
Lars stefnir upp úr C-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þýskaland er í hættu á að falla úr A-deild Þjóðadeildarinnar eftir tap gegn Heimsmeisturum Frakklands í kvöld. Umdeild vítaspyrna réði úrslitum í París.

Þýskaland tapaði 3-0 gegn Hollandi um helgina en Þjóðverjar náðu forystunni í kvöld þegar Toni Kroos skoraði úr vítaspyrnu. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu eftir að boltinn hafði viðkomu í hendi Presnel Kimpembe. Dómurinn þótti umdeildur eins og önnur vítaspyrna sem var dæmd síðar í leiknum.

Þýskaland leiddi 1-0 í hálfleik en eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Frakkland. Antoine Griezmann gerði það með skalla. Griezmann var aftur á ferðinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Mats Hummels var dæmdur brotlegur.

Smelltu hér til að sjá fyrri vítaspyrnudóminn.
Smelltu hér til að sjá síðari vítaspyrnudóminn.

Þýskaland er í hættu á að feta í fótspor Íslands með því að falla niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þegar Þýskaland á einn leik eftir í riðlinum er liðið aðeins með eitt stig, tveimur stigum frá Hollandi sem á tvo leiki eftir, þar á meðal gegn Þýskalandi. Frakkland er á toppi riðilsins með sjö stig.


Gíbraltar vann aftur
Það voru stór tíðindi á dögunum þegar Gíbraltar vann sinn fyrsta mótsleik. Gíbraltar gerði sér lítið fyrir og vann aftur í Þjóðadeildinni í kvöld. Gíbraltar lagði Lichtenstein að velli.

Gíbraltar er í öðru sæti síns riðils með sex stig. Makedónía er á toppnum með níu stig.


Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins. Írland er í slæmum málum eftir tap gegn Wales og Lars Lagerback og lærisveinar hans í Noregi unnu sigur gegn Búlgaríu á heimavelli. Noregur er núna á toppnum í sínum riðli í C-deildinni.

Þá er Úkraína komin upp í A-deild eftir 1-0 sigur á Tékklandi. Úkraína er fyrsta liðið úr B-deild sem kemst upp í A-deild.

A-deild
Frakkland 2 - 1 Þýskaland
0-1 Toni Kroos ('14, víti)
1-1 Antoine Griezmann ('62 )
2-1 Antoine Griezmann ('80 , víti)

B-deild
Úkraína 1 - 0 Tékkland
1-0 Ruslan Malinovskiy ('43 )

Írland 0 - 1 Wales
0-1 Harry Wilson ('58 )

C-deild
Noregur 1 - 0 Búlgaría
1-0 Mohamed Elyounoussi ('31 )

Slóvenía 1 - 1 Kýpur
0-1 Fotis Papoulis ('37 )
1-1 Nejc Skubic ('83 )
Rautt spjald: Grigoris Kastanos, Kýpur ('66), Jason Demetriou, Kýpur ('90), Josip Ilicic, Slóvenía ('90)

D-deild
Kasakstan 4 - 0 Andorra
1-0 Yerkebulan Seidakhmet ('21 )
2-0 Baurzhan Turysbek ('39 )
3-0 Josep Gomes ('61 , sjálfsmark)
4-0 Roman Murtazaev ('73 )
Rautt spjald:Jordi Alaez, Andorra ('64)

Armenía 4 - 0 Makedónía
1-0 Marcos Pizzelli ('12 )
2-0 Yura Movsisyan ('67 )
3-0 Gevorg Ghazaryan ('81 )
4-0 Henrikh Mkhitaryan ('90 )
Rautt spjald:Eljif Elmas, FYR Macedonia ('90)

Lettland 0 - 3 Georgía
0-1 Jaba Kankava ('8 )
0-2 Valeriane Gvilia ('29 )
0-3 Giorgi Chakvetadze ('61 )

Gíbraltar 2 - 1 Liechtenstein
0-1 Dennis Salanovic ('15 )
1-1 George Cabrera ('61 )
2-1 Joseph Chipolina ('66 )
Athugasemdir
banner
banner
banner