Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 16. október 2018 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U17 áfram í milliriðla - Skoruðu átta í dag
Ísak Bergmann skoraði tvennu.
Ísak Bergmann skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri tryggði sér sæti í milliriðli í undankeppni með risasigri gegn Gíbraltar í dag. Leikurinn fór fram í Bosníu, en þar fór allur riðillinn fram.

Ísland hafði gert jafntefli í báðum leikjum sínum fyrir leikinn í dag, gegn Bosníu og Úkraínu. Gíbraltar hafði tapað báðum sínum með stórum mun.

Íslensku strákarnir áttu ekki í neinum vandræðum með Gíbraltar í dag. Niðurstaðan var 8-0 sigur.

Mikael Egill Ellertsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Danijel Dejan Djuric skoruðu tvö mörk, en Davíð Snær Jóhannsson og Andri Fannar Baldursson skoruðu sitthvort markið.

Byrjunarlið Íslands:
Ólafur Kristófer Helgason (M)
Baldur Hannes Stefánsson
Róbert Orri Þorkelsson
Jón Gísli Eyland Gíslason
Oliver Stefánsson
Andri Fannar Stefánsson
Orri Hrafn Kjartansson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Davíð Snær Jóhannsson
Danijel Dejan Djuric
Mikael Egill Ellertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner