Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. október 2018 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir: Brasilía hafði betur gegn Argentínu
Miranda skoraði sigurmark Brasilíu.
Miranda skoraði sigurmark Brasilíu.
Mynd: Getty Images
Það var leikið í dag og í kvöld í Þjóðadeildinni en það voru líka nokkrir athyglisverðir vináttulandsleikir á dagskrá.

Erkifjendurnir Brasilía og Argentína öttu kappi í Sádí-Arabíu en það var Brasilía sem fór með sigur af hólmi í þessum leik.

Miranda, varnarmaður Inter Milan, tryggði Brasilíu dramatískan sigur þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Neymar á 93. mínútu.

Það vantaði nokkra sterka leikmenn í lið Argentínu, leikmenn á borð við Angel Di Maria, Sergio Aguero og Lionel Messi. Argentína ætlaði að treysta á sterkan varnarleik og það tókst næstum því, en Brasilía skoraði eins og áður segir sigurmarkið í uppbótartíma.

Danmörk vann Austurríki 2-0 með mörkum frá Lukas Lerager og Martin Braithwaite. Svíþjóð gerði 1-1 jafntefli gegn Slóvakíu og þá gerðu Holland og Belgía einnig 1-1 jafntefli.

Dries Mertens kom Belgíu yfir áður Arnaut Groeneveld, leikmaður Club Brugge í Belgíu, jafnaði fyrir Holland.

Belgía er í riðli með Íslandi í Þjóðadeildinni. Lokaleikur Íslands verður gegn Belgía í Brussel í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner