Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. október 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
KSÍ bíður eftir frekari upplýsingum - Má æfa án snertingar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Spurningarnar sem eru efst í huga eru varðandi innlent mótahald og fá botn um það. Við bíðum eftir frekari upplýsingum," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, sagði við Stöð 2 fyrr í dag að tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku.

Jafnframt verði þau tilmæli sem gilt hafa um íþróttaiðkun gerð að reglum. Þannig muni sömu reglur gilda um íþróttastarf bæði innan- og utandyra. Það er því ljóst að áframhaldandi æfingabann verður á höfuðborgarsvæðinu.

Klara segir að KSÍ bíði eftir að sjá reglurnar á blaði áður en meira kemur í ljós.

„Við erum að bíða eftir að skýrari upplýsingar um æfingar og annað slíkt. Má æfa án snertingar og annað slíkt? Hvað gildir þetta lengi? sagði Klara.

Auk innlendra móta er kvennalið Vals pottinum í Meistardeild Evrópu þar sem dregið verður í næstu viku og spilað 3 og 4. nóvember. Valur gæti fengið heimaleik en óvíst er hvort að hægt verði að spila hann á Íslandi miðað við reglur sem verða þá í gildi. U21 landslið karla á einnig frestaðan heimaleik gegn Ítölum sem stefnt er á að spila í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner