Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. október 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Tíu ár frá síðasta sigri Everton á Liverpool - Hvað gerist á morgun?
Leikmenn Everton fagna marki í sigrinum á Liverpool árið 2010.
Leikmenn Everton fagna marki í sigrinum á Liverpool árið 2010.
Mynd: Getty Images
Everton og Liverpool mætast í nágrannslag í ensku úrvalsdeildinni á morgun en þá verða liðin nákvæmlega tíu ár síðan Everton hafði síðast betur í leik gegn nágrönnunum. Everton vann 2-0 sigur á Liverpool þann 17. október 2010 en Tim Cahill og Mikel Arteta skoruðu mörkin.

Everton situr í dag á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og stuðningsmenn liðsins vonast eftir að ná loksins sigri gegn Liverpool á morgun eftir langa bið.

„Það er klikkað að hugsa til þess að það séu tíu ár síðan við unnum þá. Vonandi er það gott merki að það séu nákvæmlega tíu ár frá þessum degi og við getum unnið grannaslaginn á laugardag," sagði Leon Osman sem spilaði með Everton í leiknum árið 2010.

Leikurinn árið 2010

Everton: Howard, Baines, Heitinga, Jagielka, Distin, Neville, Coleman, Arteta, Cahill, Osman, Yakubu.
Varamenn sem komu inn á: Hibbert, Beckford, Bilyaletdinov.

Liverpool: Reina, Konchesky, Kyrgiakos, Carragher, Skrtel, Meireles, Lucas, Gerrard, Cole, Maxi Rodriguez, Torres.
Varamenn sem komu inn á: Babel, Jovanovic, Ngog.
Athugasemdir
banner
banner
banner