Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keypti félag og tók við sem þjálfari - Ekki í fyrsta sinn
Glenn Tamplin.
Glenn Tamplin.
Mynd: Getty Images
Á þremur árum sínum sem eigandi Billericay Town, sem leikur núna í sjöttu efstu deild Englands, samdi hann við Paul Konchesky, Jermaine Pennant og Jamie O'Hara, réði sjálfan sig sem knattspyrnustjóra, fór af leik snemma fyrir viðskiptafund og fékk leikmenn sína til að syngja 'The World's Greatest' með R Kelly í búningsklefanum.

Núna er milljónamæringurinn Glenn Tamplin búinn að kaupa annað félag, Romford í áttundu efstu deild.

Hann sagði skilið við Billericay í september eftir að sonur hans varð fyrir níð á samfélagsmiðlum.

Hann hefur farið af stað af krafti hjá Romford. Hann rak þjálfarann og réð sjálfan sig. Hann er þá búinn að semja við 15 nýja leikmenn.

Tamplin segist ekki ætla að fá stór nöfn til Romford.

„Peningarnir sem ég eyddi í stór nöfn, það mun aldrei gerast aftur," sagði Tamplin sem fjárfesti meira 2 milljónum punda í Billericay.

Romford er á botni sinnar deildar með aðeins fimm stig eftir 11 leiki. Tamplin hefur því verk að vinna sem nýr þjálfari/eigandi félagins.

Hér að neðan má sjá myndband af því þegar leikmenn Billericay tóku góðan söng fyrir leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner