Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. nóvember 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Traore á bekknum af því að hann vill ekki skrifa undir?
Mynd: Getty Images
Adama Traore, kantmaður Wolves, telur að hann sé á varamannabekk liðsins þessa dagana þar sem hann hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning.

Wolves vildi semja við Traore á dögunum en hann vildi fá betra tilboð.

Hinn 24 ára gamli Traore er með samning til 2023 og því liggur ekki á að gera nýjan samning.

Spánverjinn telur hins vegar að Wolves sé að refsa sér fyrir að skrifa ekki undir með því að velja sig ekki í byrjunarliðið.

„Adam telur að þetta sé hluti af áætlun til að fá hann til að gera nýjan samning en hann vill það ekki. Hann telur að þetta sé ástæðan fyrir að hann sé ekki í liðinu. Hann er svolítið pirraður í hreinskilni sagt," sagði heimildarmaður The Athletic.
Athugasemdir
banner
banner
banner