Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 16. nóvember 2021 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór og Eiður Smári í góðum hópi
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Neville, þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni, hefur ákveðið að veita syni sínum stöðuhækkun. Harvey, sonur Phil, verður hluti af aðalliði Inter Miami fyrir næsta tímabil.

Inter Miami, sem er að hluta til í eigu David Beckham, olli vonbrigðum á sínu fyrsta tímabili í MLS og ætlar Neville að gera breytingar á liði sínu fyrir næsta tímabil.

Sonur hans mun meðal annars koma inn í leikmannahópinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem feðgar vinna saman í fótboltaheiminum.

Breska götublaðið Daily Star tók saman góðan lista yfir bestu feðgana sem hafa annað hvort spilað saman eða unnið saman að öðru leyti í fótbolta.

Á listanum má meðal annars finna Cesare og Paolo Maldini, Harry og Jamie Redknapp, Gheorghe og Ianis Hagi og jú, Arnór og Eið Smára Guðjohnsen.

Arnór og Eiður fengu því miður aldrei tækifæri að spila saman, en þeir voru saman í íslenska landsliðinu. Eiður kom eftirminnilega inn á fyrir Arnór í landsleik.

Arnór og Eiður eru tveir af bestu fótboltamönnum Íslandssögunnar. Eiður er í dag aðstoðarlandsliðsþjálfari og eru tveir synir hans í liðinu; Andri Lucas og Sveinn Aron. Yngsti sonurinn, Daníel Tristan, er framtíðarlandsliðsmaður.

Með því að smella hérna er hægt að skoða listann.
Athugasemdir
banner
banner
banner