Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. nóvember 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham tókst hið ótrúlega: Fékk hrós frá Keane
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Það gerist ekki mjög oft að Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, taki sig til og hrósi. Hann er meira fyrir það að hrauna yfir menn - sérstaklega leikmenn Manchester United.

Keane, sem er óhræddur við að segja sitt álit á hlutunum, var hress eftir 10-0 sigur Englands gegn San Marínó í undankeppni HM í gærkvöld.

Hann var sérfræðingur fyrir ITV í kringum leikinn. Hann hrósaði miðjumanninum Jude Bellingham sérstaklega. Bellingham, sem er 18 ára, er einn mest spennandi leikmaður í heimi.

„Við elskum allt við hann. Hvernig hann er inn á vellinum, hvernig hann hagar sér utan hans, hann spilar í hverri viku fyrir flott félag. Hann getur farið rosalega langt," sagði Keane.

„Hann getur náð mjög langt. Hann er byggður eins og boxari, hann er sterkur. Gareth (Southgate) hlýtur að vera mjög sepnntur."

Bellingham hefur verið mikið orðaður við Liverpool upp á síðkastið. Hann mun eflaust fara í eitt af allra stærstu félögum heims á næstunni. Það eru ekki allir sem fá hrós frá Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner