Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. nóvember 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biður portúgölsku þjóðina afsökunar
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Bernardo Silva var gríðarlega svekktur eftir tap Portúgal gegn Serbíu í undankeppni HM síðasta sunnudagskvöld.

Það var mikið undir í þessum leik þar sem bæði lið voru með 17 stig. Portúgal hefði farið beint á HM með jafntefli og það virtist stefna í það, en á lokamínútum breyttist staðan heldur betur - því Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmarkið.

Lokatölur 1-2 fyrir Serbíu í Portúgal og fara Serbar beint á HM. Portúgal fer í umspilið og er alls ekki öruggt að Cristiano Ronaldo verði á HM í Katar á næsta ári.

Portúgalar voru mjög varnarsinnaðir þegar leið á leikinn og það kostaði liðið. Silva var hreinskilinn eftir leik.

„Þetta var slæmur leikur fyrir okkur. Við skoruðum snemma en svo hættum við að spila. Ég er ekki með góða útskýringu á þessu. Þetta var hræðilegt. Við verðum að gera mikið betur í umspilinu. Ég bið portúgölsku þjóðina afsökunar. Serbía var með yfirburði og þetta er ekki ásættanlegt," sagði Silva.

Portúgal fer í umspil snemma á næsta ári um sæti á HM í Katar. Þar getur allt gerst.
Athugasemdir
banner
banner