Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. nóvember 2021 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og að vera atvinnumaður á Íslandi"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er fyrsta íslenska félagsliðið sem tekur þátt í riðlakeppni í Meistaradeildinni.
Breiðablik er fyrsta íslenska félagsliðið sem tekur þátt í riðlakeppni í Meistaradeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid er með ógnarsterkt lið.
Real Madrid er með ógnarsterkt lið.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Breiðabliks er fyrsta íslenska félagsliðið sem tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu.

Liðið vann sér inn þáttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir nokkrum vikum síðan. Í ár er í fyrsta sinn riðlakeppni í Meistaradeild kvenna og búið er að stækka umgjörðina mikið í kringum keppnina.

Agla María Albertsdóttir og Telma Ívarsdóttir, leikmenn Breiðabliks, voru gestir í Heimavellinum þar sem þær ræddu um þáttöku liðsins í Meistaradeildinni. Agla hefur tekið þátt í Meistaradeildinni en segir tilfinninguna af keppninni öðruvísi núna.

„Maður er komin með ágætis reynslu í þessu, en að fara í riðlakeppnina er öðruvísi. Að spila svona marga leiki og vera í hörku prógrammi langt fram í desember; þetta er eins og að vera atvinnumaður á Íslandi," segir Agla.

Agla og Telma eru báðar hluti af landsliðshópi Íslands og eru þær báðar í námi með fótboltanum. Þær segja erfitt að halda mörgum boltum á lofti - það sé mjög krefjandi - en gangi yfirleitt að lokum.

Í riðlinum hefur Real Madrid verið erfiðasti andstæðingurinn. „Já, klárlega. Við hefðum getað gert sumt betur gegn þeim, en á sama tíma eru þær svo fljótar og erfitt að klukka þær. Ef maður ber saman Real Madrid og PSG, þá er PSG sterkari líkamlega en þessar spænsku eru svo ótrúlega kvikar," sagði Agla.

„Mér fannst við persónulega miklu betri á móti PSG en Real Madrid, þéttleikinn og allt skipulagið. Við vissum meira um PSG," sagði Telma, en Blikar mættu Parísarliðinu fyrir tveimur árum.

Gjörbreytt umgjörð í Meistaradeildinni
Eitt af því sem hefur verið bætt við Meistaradeildina er að leikirnir eru mikið aðgengilegri og hægt er að horfa á þá alla á Youtube. Peningarnir eru meiri og verið er að bæta keppnina til muna.

„Þegar maður er í þessum ferðalögum, þá eru oft leikir daginn eftir. Maður er bara með Youtube í gangi og horfir á nokkra leiki," segir Agla.

„Ég er búin að vera mikið á Youtube í skólanum undanfarið. Mér finnst geggjað að sjá þegar ég fór að horfa á leikinn í Úkraínu til baka að það var hægt að velja að horfa á leikinn með íslenskum lýsenda, enskum og úkraínskum," sagði Telma.

„Þetta er bara geggjað finnst mér. Maður myndi kannski ekki ná að horfa á leikina ef það væri ekki verið að sýna þá á Youtube. Það er svo gott að þetta sé svona aðgengilegt," sagði Agla.

„Síðustu ár hefur maður þurft að vera einhver tölvugúru til að hakka sig inn á eitthvað lélegt streymi," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Það kunna allir að fara á Youtube," sagði Telma.

Breiðablik eru hálfnaðar með riðilinn og eru með eitt stig í riðlinum. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Kharkiv frá Úkraínu á fimmtudaginn og þar gætu Blikar náð í fyrsta sigurinn. Stórliðin Paris Saint-Germain og Real Madrid eru einnig í riðlinum og munu að öllum líkindum fara áfram úr honum.

Ásamt því að eiga heimaleik eftir gegn Kharkiv, þá eiga Blikar eftir heimaleik við Real Madrid og útileik við PSG. „Að fá Real Madrid hérna heim, það skiptir mjög miklu máli," segir Agla en mikil spenna er fyrir þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner