Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. nóvember 2021 22:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyðimerkurganga Noregs heldur áfram
Haaland var ekki með í kvöld. Hans var sárt saknað.
Haaland var ekki með í kvöld. Hans var sárt saknað.
Mynd: Getty Images
Noregur verður ekki á meðal þáttökuþjóða á HM í Katar 2022. Eyðumerkurgangan hjá karlalandsliði þjóðarinnar heldur áfram.

Síðasti hluti undankeppninnar var ekki góður fyrir Norðmenn. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Lettland á heimavelli og töpuðu í kvöld 2-0 fyrir Hollandi á útivelli. Þeir enda í þriðja sæti í riðli sínum á eftir Hollendingum og Tyrkjum, og fara ekki í umspil.

„Við fengum ekki eitt tækifæri til að skora í kvöld. Það eru vonbrigði," sagði Egill 'Drillo' Olsen, fyrrum landsliðsþjálfari Noregs, eftir leikinn í kvöld. Noregur var án Erling Braut Haaland, sem er einn besti sóknarmaður í heimi, og hans var sárt saknað. Hann er frá vegna meiðsla.

Noregur hefur ekki komist á stórmót síðan 2000 þegar liðið tók þátt í Evrópumótinu. Síðan þá hefur lítið verið að frétta. Síðan Noregur fór síðast á stórmót, þá hefur Svíþjóð komist á átta mót, Danmörk á sjö mót, Ísland á tvö mót og Finnland á eit mót.

En það er jákvæðni fyrir framtíðinni í Noregi með leikmenn eins og Haaland og Martin Ödegaard fremsta í flokki.

„Ég er alveg viss um að við komumst á næsta Evrópumót. Við höfum þróað okkur sem lið í þessari undankeppni. Ef við höldum sjálfstraustinu, þá er ég allavega 99 prósent viss um að við verðum í Þýskalandi," segir Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari, sem telur að framtíðin sé björt.
Athugasemdir
banner
banner
banner