Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. nóvember 2021 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Formaður ensku úrvalsdeildarinnar segir af sér
Eddie Howe, nýr þjálfari Newcastle, hér með fólkinu sem stýrir Newcastle. Hægra megin við hann er Amanda Staveley, sem hefur verið helsti talsmaður Newcastle eftir eigendaskiptin. Hún er með sterk tengsl í Mið-Austurlöndum.
Eddie Howe, nýr þjálfari Newcastle, hér með fólkinu sem stýrir Newcastle. Hægra megin við hann er Amanda Staveley, sem hefur verið helsti talsmaður Newcastle eftir eigendaskiptin. Hún er með sterk tengsl í Mið-Austurlöndum.
Mynd: Getty Images
Gary Hoffman hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem formaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann tekur þessa ákvörðun í kjölfarið á ósætti félaga í deildinni með ákvörðunina að leyfa eigendaskiptum Newcastle að ganga í gegn. Það er ekki eina vandamálið, en það setti punktinn yfir i-ið.

Moldríkir eigendur frá Sádí-Arabíu fengu að taka yfir Newcastle fyrir nokkrum vikum síðan. Nýir eigendur Newcastle eru gríðarlega umdeildir, meðal annars vegna mannréttindabrota í gegnum árin. Þau brot gerðu yfirtökuna flóknari en samt fékk hún grænt ljós á endanum.

Fjárfestarnir, sem koma með 80% af peningunum fyrir kaupunum, þurftu að sanna að hópurinn væri aðskilinn ríkisstjórninni í Sádí-Arabíu. Það reyndist flókið enda er Mohammed Bin Salman krónprins skráður stjórnarformaður hópsins.

Önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa mótmælt þeirri ákvörðun að leyfa kaupunum að ganga í gegn. Hoffman, sem hefur verið formaður ensku úrvalsdeildarinnar í 18 mánuði, hefur fengið mikla gagnrýni frá félögunum og hefur núna ákveðið að stíga frá borði.
Athugasemdir
banner
banner