Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. nóvember 2021 15:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: tigull.is 
Gunnar Heiðar stýrir KFS áfram
Mynd: ÍBV
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari KFS. Þetta kemur fram á tigull.is.

Gunnar hefur stýrt KFS undanfarin tvö ár, á fyrra árinu fór liðið upp úr 4. deild og í sumar endaði liðið í sjötta sæt 3. deildar. Liðið fór þá í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Úr frétt Tíguls:
Samstarf 2. flokks og KFS hefur gengið mjög vel og hefur það orðið til þess að ungir leikmenn ÍBV eru að fá betri reynslu en áður. Það er því keppikefli allra að halda KFS áfram í 3. deild, það er mikilvægt fyrir uppbyggingastarf félagsins.

Jákvætt er að halda Gunnari Heiðari innan raða félagsins áfram, hann mun áfram vera mikilvægur hlekkur í því að styrkja samstarfið milli meistaraflokka ÍBV og KFS við starf 2.flokks og 3.flokks í félaginu.
Athugasemdir
banner
banner