Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. nóvember 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Jorginho og Insigne brugðust og Mancini týndi töfrasprotanum
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu.
Roberto Mancini, þjálfari Ítalíu.
Mynd: EPA
Leonardo Bonucci og Jorginho.
Leonardo Bonucci og Jorginho.
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Ítalíu náðu ekki að vinna riðil sinn í undankeppni HM og þurfa nú að komast í gegnum umspil til að tryggja sér sæti á HM í Katar.

„Roberto Mancini bíður það erfiða verkefni að finna lausnir fyrir umspilið í mars. Það er nauðsynlegt fyrir Ítalíu að þeirra lið verði með á HM," segir íþróttafréttamaðurinn Alvise Cagnazzo en Ítalíu tókst ekki að vinna Norður-Írland í gær. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

Sjá einnig:
Mun ítalska martröðin endurtaka sig?

„Það yrði stórslys ef Ítalía myndi missa af tveimur heimsmeistaramótum í röð og Mancini yrði sögupersóna þeirrar hörmungar. Sem stendur er ítalska þjóðin klofin í tvennt, sumir tala um krísuna í landsliðinu en aðrir hafa trú á Mancini og hans hóp."

„Á ítalíu er orðatiltæki sem segir 'Ekki skjóta píanóleikarann, hann er að gera sitt besta'. Það á vel við um Mancini sem hefur fengið harða gagnrýni frá stuðningsmönnum en ítalska fótboltasambandið telur að sökin sé hjá liðinu en ekki þjálfaranum."

„Fyrir fjórum árum framkallaði Mancini kraftaverk með því að breyta hugarfari ítalska fótboltans, gefa liðinu frjálsræði í sókninni. Nú er kraftaverkið að baki og töfrasprotinn er týndur."

Cagnazzo talar um að innan leikmannahópsins séu það helst Jorginho og Lorenzo Insigne sem hafi brugðist í undankeppninni.

„Ef Jorginho hefði skorað úr vítaspyrnunni mikilvægu gegn Sviss hefði Mancini fengið allt hrós. En eftir að hann klúðraði vítinu hefur Mancini orðið skúrkurinn. Jorginho og Insigne hafa á skömmum tíma farið úr því að vera hetjurnar á EM yfir í að fanga fyrirsagnirnar á neikvæðan hátt. Roberto Mancini ákvað að taka þá báða af velli til að stuða liðið."

„Leikmenn frusu gegn líkamlega sterku liði Norður-Íra. Gianluigi Donnarumma var ekki með einbeitingu, sóknin var ekki til staðar og Federico Chiesa var eini sem skapaði einhverja ógn yfir 90 mínútur. Ítalska liðið var hugmyndasnautt og ógnaði ekkert Bailey Peacock-Farrell markverði."

„Jorginho er óstöðugur og ef hann nær ekki að spila sinn besta leik þá missir liðið sjálfstraust. Enginn annar í liðinu er með sömu eiginleika og þessi miðjumaður Chelsea. Það vantar karakter í Insigne og hann virðist ekki sami leikmaður og á EM. Klúðrið hans gegn Sviss virðist hafa skaðað hugarfar hans," segir Cagnazzo.
Athugasemdir
banner
banner