Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. nóvember 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndi helst ekki vilja mæta Gumma - „Kaninn kann að búa til sjónvarp"
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
New England Revolution, lið Arnórs Ingva Traustasonar, er á leið í úrslitakeppnina í MLS-deildinni. Liðið endaði í efsta sæti austurdeildarinanr og situr því hjá í fyrstu umferð keppninnar og kemur inn í undanúrslitunum.

Liðið mætir þar annað hvort New York City eða Atlanta United. Guðmundur Þórarinsson, liðsfélagi Arnórs í landsliðinu, er leikmaður New York City.

Fótbolti.net ræddi við Arnór á laugardag og spurði hann út í fyrirkomulagið á MLS-deildinni.

Kom inn í liðið og liðið vann - Titill er titill
New England vann deildarkeppnina, stuðningsmannabikarinn. Hefur það einhverja þýðingu persónulega fyrir þig?

„Já, þetta er alveg merki um að ég kem inn í liðið og við vinnum á fyrsta tímabili. Þó svo að maður sé ekki að spila allar mínútur þá er maður alveg þátttakandi utan frá, eins og á æfingum og svoleiðis," sagði Arnór.

„Ég kem inn með mína reynslu frá landsliðinu og frá Evrópu og deili henni með leikmönnum og þjálfarateyminu. Maður á alveg stóran þátt í árangrinum þó svo maður hefði viljað gera meira. Þetta hefur alveg þýðingu fyrir mig, titill er titill þannig þetta fer á mitt „record"."

Kaninn kann að búa til gott sjónvarp
Hvernig líst þér á að spila í úrslitakeppninni?

„Þetta er auðvitað annars konar fyrirkomulag en alls staðar annars staðar. Kaninn kann að búa til sjónvarp og þessi „Supporters shield" sem við unnum hefur enga þýðingu fyrir okkur aðra en að við fáum heimavallarrétt. Ef við förum alla leið í MLS-cup þá er sá leikur á okkar heimavelli. Ef við töpum leik þá erum við bara úr leik í keppninni og tímabilið búið. Það er smá hart en það er gott sjónvarp."

„Núna erum við í „byweeek" (fríviku) eins og þetta er kallað. Við erum s.s. ekki með í fyrstu umferð og byrjum svo í undanúrslitum austurdeildarinnar. Við mætum annað hvort New York City eða Atlanta, liðið sem sigrar það einvígi. Ef við vinnum þann leik förum við í úrslit austurdeildarinnar og með sigri þar förum við í úrslit MLS-cup. Þannig það eru þrír leikir sem við þurfum að vinna."


Væri alveg til í að þurfa ekki að mæta Gumma
Hefuru talað við Gumma Tóta um þetta fyrirkomulag? Vonastu til þess að mæta honum í undanúrslitunum?

„Maður væri alveg til í að mæta honum en þeir eru með ótrúlega gott lið svo maður væri alveg til í að sleppa því. Ég persónulega væri hrifnari af því að spila á móti Atlanta því mér finnst New York vera með þvílíkt gott lið," sagði Arnór að lokum.

Aðrir hlutar viðtalsins:
„Ekkert eðlilega heimskulegt hjá mér"
Setti Arnór á kantinn - „Sama hvað maður gerði, það var ekki að virka"
Enginn í Boston veit hver Arnór er - „Eins og keisarinn sé að koma inn í klefann"
Kallið kom Arnóri á óvart - Fékk send skilaboð „hingað og þangað"
Athugasemdir
banner