Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. nóvember 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Niðurstaðan síðasta sumar vonbrigði fyrir Kounde
Jules Kounde.
Jules Kounde.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Jules Kounde viðurkennir að það hafi haft áhrif á sig að missa af því að fara til Chelsea síðasta sumar.

Evrópumeistarar Chelsea vildu kaupa hinn 23 ára gamla Kounde frá Sevilla til þess að styrkja vörn sína enn frekar. Það gekk hins vegar ekki eftir á endanum.

Kounde viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að fá ekki félagaskiptin.

„Hafði þetta áhrif á mig? Já, aðeins. En ég er búinn að melta þetta núna," sagði Kounde við Telefoot.

Kounde hefur staðið sig virkilega vel fyrir Sevilla og hlýtur það að vera tímaspursmál að hann fari í stærra félag. Hann er með 80 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner