þri 16. nóvember 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nítján ára með eina af markvörslum ársins
Gavin Bazunu.
Gavin Bazunu.
Mynd: Getty Images
Gavin Bazunu, landsliðsmarkvörður Írlands, átti magnaða vörslu þegar Írar unnu 0-3 sigur gegn Lúxemborg í lokaleik sínum í undankeppni HM um síðustu helgi.

Það er óhætt að segja að um eina af bestu markvörslum ársins hafi verið að ræða þarna.

Olivier Thill átti skot eftir 20 mínútna leik sem fór af varnarmanni Írlands og var á leiðinni inn. Bazunu gerði hins vegar stórkostlega vel og varði.

Bazunu er 19 ára gamall. Hann er samningsbundinn Manchester City en er núna á láni hjá Portsmouth. Hann er í baráttu við Caoimhín Kelleher um sæti í byrjunarliðinu hjá Írlandi.

Hér að neðan má sjá myndband af þessari mögnuðu markvörslu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner