Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. nóvember 2021 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Saka Írani um að spila með karlmann í markinu
 Prins Ali Bin Al-Hussein
Prins Ali Bin Al-Hussein
Mynd: EPA
Jórdanir hafa sakað nágranna sína, Írani, um að hafa teflt fram karlkyns markverði í landsleik þjóðanna á dögunum. Jórdanir krefjast þess að Íranir sanni að markvörður liðsins sé kvenkyns.

Íran vann í vítaspyrnukeppni þar sem markvörður liðsins varði tvær spyrnur. Leikurinn fór fram þann 25. september og var um sæti á Asíumótinu. Jórdanir sendu kvörtunina þann 5. nóvember.

Zohreh Koudaei stóð á milli stanganna og hefur Jórdan óskað eftir því að knattspyrnusamband Asíu (AFC) rannsaki málið.

Forseti knattspyrnusambands Jórdan, Prins Ali Bin Al-Hussein, óskaði eftir því í færslu á Twitter að sannað yrði að Koudaei væri kona.

Maryam Irandoost, þjálfari Íran, vísaði þessum ásökunum á bug og sagði þetta vera leið Jórdana til að beina athyglinni frá tapinu.

Jórdanir vilja að málið verði rannsakað nánar.




Athugasemdir
banner
banner
banner