Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 16. nóvember 2021 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigurður Óli svarar Jóni Rúnari: Á ekki mikið af beitu til núna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikið er nú gaman hvað þetta fer enn illa í hann, ég geri ráð fyrir því að Atli Viðar [Björnsson] og fleiri leikmenn FH sem að brenndu af hverju dauðafærinu á fætur öðrum séu ekki heldur heiðursborgarar, en ég á ekki mikið af beitu til núna, en nóg af beitningarvélum :) heyrið bara í mér. Eins og hann á nú fín og flott börn þessi maður, en ætli móðirinn hafi ekki séð um uppeldið."

Þetta skrifaði Sigurður ÓIi Þórleifsson á Facebook í gær eftir að Fótbolti.net birti frétt úr þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport sem sýndur var á sunnudag. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður FH, fór yfir úrslitaleik FH og Stjörnunnar árið 2014.

Sigurður Óli var aðstoðardómari Kristins Jakobssonar í úrslitaleiknum.

Lestu greinina:
Jón Rúnar enn brjálaður: Vorum með blindan beitusala á línunni

Jón Rúnar er enn brjálaður út af niðurstöðu þess leiks en Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í leiknum og þar með í Íslandsmótinu.

„Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað ef allt hefði verið spilað eftir reglunum sem á að fara. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala hérna á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi."

„Ég held að Garðbæingar margir hverjir viti það sjálfir að þeir eigi eftir að vinna Íslandsmeistarartitilinn. Ég segi þetta ekki til að gera mér einhverja hugarró."

„Það er bara þannig í þessu „game-i" að allir vilja gera hlutina eftir reglunum.Þetta situr í manni þegar það er borið upp en ég sef alveg yfir þessu,"
sagði Jón Rúnar við Henry Birgi Gunnarsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner