Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 16. nóvember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Spilaði stórkostlegan leik fyrir framan 50,000 áhorfendur"
Gavi í leiknum gegn Svíþjóð.
Gavi í leiknum gegn Svíþjóð.
Mynd: EPA
Hinn 17 ára gamli Gavi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með spænska landsliðinu gegn Svíþjóð í undankeppni HM síðasta sunnudag.

Spánn tryggði sér sæti á HM 2022 með 1-0 sigri gegn Svíþjóð. Alvaro Morata skoraði sigurmarkið seint í leiknum.

Það var Gavi sem stóð upp úr með frammistöðu sinni. Mörgum þótti það skrýtið þegar Luis Enrique valdi hann í hópinn fyrst, en miðjumaðurinn hefur sýnt það af hverju hann er í landsliðshópnum.

„Ef ég vel Gavi, þá er það vegna þess að ég trúi á hann og veit að hann getur gert góða hluti," sagði Enrique, landsliðsþjálfari Spánar.

„Hann spilaði stórkostlegan leik fyrir framan 50,000 áhorfendur."

Gavi er á mála hjá Barcelona og er við það að framlengja samning sinn við Katalóníustórveldið. Hann á að vera einn af máttarstólpum félagsins fyrir framtíðina.


Athugasemdir
banner