Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. nóvember 2021 10:20
Elvar Geir Magnússon
Svona virkar umspilið - Tólf lið berjast um þrjú sæti
HM verður í Katar eftir eitt ár.
HM verður í Katar eftir eitt ár.
Mynd: Getty Images
Ítalía verður í umspilinu.
Ítalía verður í umspilinu.
Mynd: EPA
Í kvöld lýkur riðlakeppninni í undankeppni HM í Evrópu. Sigurlið hvers af riðlunum tíu tryggir sér sæti á HM í Katar á næsta ári. Alls fær Evrópa þrettán af 32 sætum á HM.

Tólf lið berjast um hin lausu þrjú Evrópusætin í umspili 24. - 29. mars á næsta ári, liðin tíu sem enduðu í öðru sæti í riðlunum og tvö lið sem fá sæti í gegnum góða frammistöðu í Þjóðadeildinni.

Liðin verða dregin saman í þrjár leiðir, fjögur lið í hverri, og mun sigurvegarinn í hverri leið komast á HM. Sex stakir undanúrslitaleikir og svo þrír stakir úrslitaleikir um HM sæti.

Hvenær er dregið?
Föstudaginn 26. nóvember í höfuðstöðvum FIFA í Zurich í Sviss.

Hvaða lið verða í umspilinu?
Portúgal, Svíþjóð, Ítalía, Skotland, Rússland, Pólland og Norður-Makedónía hafa öll fest sig í öðru sæti í sínum riðlum. Austurríki endaði fjórða sæti í F-riðli en fær sæti í umspilinu út á góða frammistöðu í Þjóðadeildinni.

Wales og Tékkland eru að berjast um annað sætið í E-riðli. Liðið sem endar í þriðja sæti mun fá umspilssæti í gegnum Þjóðadeildina en missa möguleika á því að fá heimaleik í undanúrslitum umspilsins.

Riðlarnir sem klárast í kvöld
Í D-riðli hefur Frakkland tryggt sér sigur en Finnland (11 stig) og Úkraína (9) eiga möguleika á að komast í umspilið. Finnar fá Frakka í heimsókn en Úkraína heimsækir Bosníu.

Í E-riðli hefur Belgía tryggt sér efsta sætið. Wales (14 stig) og Tékkland (11) berjast um annað sætið. Eins og sagt er frá hér að ofan munu Wales og Tékkland vera bæði í umspilinu.

Spennan er rosaleg í G-riðli. Holland (á toppnum með 20 stig) mætir Noregi (18 stig) í spennandi úrslitaleik. Tyrkland (líka 18 stig) mætir Svartfjallalandi á sama tíma. Þrjú lið eiga möguleika á efsta sætinu.

Hvaða lið eru komin á HM?
Þýskaland var fyrsta liðið til að tryggja sér farseðilinn til Katar. Danmörk varð annað liðið en svo fylgdu á eftir: Frakkland, Belgía, Króatía, Serbía, Spánn, Sviss og England.

Hvenær verður HM?
21. nóvember til 18. desember í Katar á næsta ári. 32 lið skiptast í átta fjögurra liða riðla. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í 16-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner