Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. nóvember 2021 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru liðin sem fara á HM frá Evrópu - Hvernig virkar umspilið?
Raheem Sterling og félagar í Englandi fara auðvitað á HM.
Raheem Sterling og félagar í Englandi fara auðvitað á HM.
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar Ítalíu er á meðal liða sem fara í umspilið.
Evrópumeistarar Ítalíu er á meðal liða sem fara í umspilið.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppnin í Evrópuhluta undankeppni HM 2022 er lokið og það er ljóst hvaða lið fara beint á HM í Katar, sem haldið verður næsta vetur.

Sigurvegarar riðlanna fara beint á mótið og það eru:

Serbía, Spánn, Sviss, Frakkland, Belgía, Danmörk, Holland, Króatía, England og Þýskaland.

Þau lið sem enduðu í öðru sæti í riðlunum fara í umspilið ásamt tveimur hæst skrifuðu liðunum - samkvæmt UEFA - sem unnu sína riðla í Þjóðadeildinni. Þau lið sem enduðu í öðru sæti eru og fara þar af leiðandi í umspilið eru:

Portúgal, Svíþjóð, Ítalía, Úkraína, Wales, Skotland, Tyrkland, Rússland, Pólland og Norður-Makedónía.

Austurríki og Tékkland fara í umspilið í gengum Þjóðadeildina.

Hvernig virkar umspilið?
Það hafa orðið breytingar á umspilinu frá því í síðustu undankeppni. Umspilinu verður að þessu sinni skipt niður í þrennt og það verða undanúrslit og úrslitaleikur. Allt einn leikur.

Undanúrslitin fara fram í lok mars og komast þrjú lið áfram; það er að segja liðið sem vinnur úrslitaleikinn í hverju hólfi.

Portúgal, Skotland, Ítalía, Rússland, Svíþjóð og Wales voru með bestan árangur af liðunum sex sem lentu í öðru sæti og fá því heimaleik í undanúrslitunum. Það verður dregið um heimalið í úrslitaleiknum.

Það verður dregið 26. nóvember næstkomandi.

Ísland var með á HM 2018 en verður því miður ekki með að þessu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner