Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 mætir Grikklandi á útivelli í dag
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landslið karla heldur vegferð sinni í undankeppni EM 2023 er þeir mæta Grikklandi á útivelli.

Leikurinn fer fram á Stadio Theodoros Kolokotronis í Tripoli. Hann hefst kl. 14:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.

Ísland og Grikkland áttust við í Árbænum síðasta sumar og þá skildu liðin jöfn, 1-1, í hörkuleik.

Íslenska liðið vann 3-0 sigur gegn Liechtenstein í síðasta leik. Mörk Íslands í sigrinum skoruðu þeir Kristian Nökkvi Hlynsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson.

Staðan í riðlinum:
1. Portúgal, 12 stig eftir 4 leiki
2. Grikkland, 11 stig eftir 5 leiki
3. Kýpur, 7 stig eftir 4 leiki
4. Ísland, 7 stig eftir 4 leiki
5. Hvíta-Rússland, 3 stig eftir 5 leiki
6. Liechtenstein, 0 stig eftir 6 leiki
Athugasemdir
banner
banner
banner