Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 16. nóvember 2021 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM: Holland náði að klára verkefnið gegn Noregi
Markaskorarar Hollands.
Markaskorarar Hollands.
Mynd: EPA
Haaland var ekki með Noregi í kvöld vegna meiðsla.
Haaland var ekki með Noregi í kvöld vegna meiðsla.
Mynd: Getty Images
Finnland fer ekki á annað stórmótið í röð.
Finnland fer ekki á annað stórmótið í röð.
Mynd: EPA
Riðlakeppnin í Evrópuhluta undankeppni HM kláraðist í kvöld með lokaleikjunum í þremur mismunandi riðlum.

Leik Hollands og Noregs var beðið með mikilli eftirvæntingu. Holland varð allavega að fá stig úr leiknum til að tryggja sæti sitt á HM. Ef Noregur tækist að sigra og Tyrkland myndi vinna sinn leik, þá væri Holland úr leik.

Louis van Gaal fylgdist með úr stúkunni eftir að hann meiddist illa í reiðhjólaslysi. Hann sat í hjólastól og var í samband við aðstoðarmenn sína í gegnum síma.

Það var hátt spennustig í leiknum og enginn vildi gera mistök. Noregur náði ekki að skapa sér mikið - nánast ekki neitt - en undir lokin opnaðist leikurinn aðeins. Hollandi tókst að skora og skora aftur áður en leikurinn kláraðist.

Steven Bergwijn og Memphis Depay með mörkin, lokatölur 2-0. Holland fer á HM eftir að hafa misst af mótinu fyrir fjórum árum. Noregur fer ekki neitt og þarf að horfa á enn eitt stórmótið heima í stofu. Erling Braut Haaland var ekki með í dag vegna meiðsla, en það er spurning hvað hefði gert ef hann hefði verið með Noregi í kvöld. Hann er þeirra besti leikmaður; ef og hefði og allt það.

Tyrkland lagði Svartfjallaland, 1-2, og fer í umspilið. Þeir enda í öðru sæti riðilsins, með jafnmörg stig og Holland.

Finnland fer ekki á annað stórmótið í röð
Finnland komst á EM síðasta sumar en verður ekki á öðru stórmótinu í röð. Þeir þurftu að ná í góð úrslit gegn heimsmeisturum Frakkland og treysta á að Úkraína myndi ekki ná í góð úrslit gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Svo fór ekki fyrir Finna og þeir enda í þriðja sæti í D-riðlinum. Frakkland var búið að tryggja sér sæti á mótinu fyrir leiki kvöldsins og Úkraína fer í umspilið.

Í E-riðlinum var allt klárt og úrslitin þar skiptu ekki máli. Belgía fer beint á mótið og fara Wales og Tékkland bæði í umspil. Tékkland fer í umspilið vegna góðra úrslita í Þjóðadeildinni.

D-riðill:
Bosnía og Hersegóvína 0 - 2 Úkraína
0-1 Oleksandr Zinchenko ('58 )
0-2 Artem Dovbyk ('79 )

Finnland 0 - 2 Frakkland
0-1 Karim Benzema ('66 )
0-2 Kylian Mbappe ('76 )

E-riðill:
Tékkland 2 - 0 Eistland
1-0 Jakub Brabec ('59 )
2-0 Jan Sykora ('85 )

Wales 1 - 1 Belgía
0-1 Kevin de Bruyne ('12 )
1-1 Kieffer Moore ('32 )

G-riðill:
Gíbraltar 1 - 3 Lettland
1-0 Liam Walker ('7 )
1-1 Vladislavs Gutkovskis ('25 )
1-2 Roberts Uldrikis ('55 )
1-3 Krollis Raimonds ('75 )

Svartfjallaland 1 - 2 Tyrkland
1-0 Fatos Beqiraj ('4 )
1-1 Muhammed Kerem Akturkoglu ('22 )
1-2 Orkun Kokcu ('60 )

Holland 2 - 0 Noregur
1-0 Steven Bergwijn ('84 )
2-0 Memphis Depay ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner