Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. nóvember 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM í dag - Allt undir í Hollandi
Holland mætir í Noregi í mjög mikilvægum leik.
Holland mætir í Noregi í mjög mikilvægum leik.
Mynd: EPA
Síðustu leikirnir í riðlunum í undankeppni HM 2022 (Evrópuhlutans) fara fram í dag.

Leik Hollands og Noregs er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar er allt undir.

Bæði lið fóru illa að ráði sínu um síðustu helgi; Noregur gerði jafntefli við Lettland á heimavelli og Holland kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Svartfjallalandi.

Noregur verður eiginlega að vinna, en jafntefli gæti dugað ef Tyrkland tapar gegn Svartfjallalandi. Á sama tíma verður Holland allavega að fá jafntefli til að halda í efsta sætið. Ef Holland tapar, þá gæti liðið fallið niður í þriðja sætið og misst alveg af HM. Liðið sem endar í öðru sæti riðilsins fer í umspil og liðið sem endar efst fer beint á HM.

Í D-riðli er Frakkland búið að tryggja sér sigur. Finnland og Úkraína berjast um annað sætið. Finnland er með tveimur stigum meira fyrir leiki dagsins, en þeir eiga erfiðari leik en Úkraína. Það verður áhugavert að sjá hvernig fer.

Í E-riðli er engin spenna. Belgía er búið að tryggja sér sigur og eru Wales og Tékkland bæði á leið í umspil út af árangri í Þjóðadeildinni.

þriðjudagur 16. nóvember

D-riðill
19:45 Bosnia Herzegovina - Úkraína
19:45 Finnland - Frakkland

E-riðill
19:45 Tékkland - Eistland
19:45 Wales - Belgía

G-riðill
19:45 Gibraltar - Lettland
19:45 Montenegro - Tyrkland
19:45 Holland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner