Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 16. nóvember 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk á leið á sitt fyrsta stórmót - „Vonandi!"
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, er á leið á sitt fyrsta stórmót í fótbolta.

„Vonandi! Ég hélt það sama fyrir Evrópumótið," sagði Van Dijk í viðtali eftir 2-0 sigur gegn Noregi í kvöld. Eftir sigurinn var það ljóst að Holland verður á meðal þáttökuþjóða á HM næsta vetur.

Van Dijk meiddist illa fyrir EM síðasta sumar og gat ekki tekið þátt. Ef heilsan verður áfram góð hjá honum, þá mun hann leiða Holland í Katar.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Þetta var hættulegur leikur, en við nutum þess að spila. Ég get reyndar ekki talað fyrir alla, en ég hlakkaði mjög til ap spila leikinn. Við sýndum mikinn karakter," sagði Van Dijk eftir leikinn í kvöld.

Van Dijk er einn besti miðvörður í heimi, ef ekki sá besti. Hann er þrítugur að aldri, en hann blómstraði seint á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner