Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. nóvember 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Xavi þráir að fá Salah - Gerrard vill Patterson
Powerade
Xavi vill að Barcelona reyni allt til að fá Salah.
Xavi vill að Barcelona reyni allt til að fá Salah.
Mynd: Getty Images
Nathan Patterson, bakvörður Rangers og skoska landsliðsins.
Nathan Patterson, bakvörður Rangers og skoska landsliðsins.
Mynd: EPA
Eddie Nketiah.
Eddie Nketiah.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Salah, Azpilicueta, Sterling, Tchouameni, Lacazette, Lingard, Kounde og fleiri í slúðurpakkanum þennan þriðjudag. Þykkur og áhugaverður pakki í dag.

Barcelona vinnur að því bak við tjöldin að reyna að fá egypska sóknarleikmanninn Mohamed Salah (29) frá Liverpool. Xavi, nýr stjóri Barcelona, vill að allt verði reynt til að fá Salah. (El Nacional)

Barcelona horfir einnig til Cesar Azpilicueta (32) hjá Chelsea. Það eru átta mánuðir eftir af samningi spænska bakvarðarins. Vegna fjárhagsvandamála horfir Barcelona til leikmanna sem gætu komið á frjálsri sölu. (ESPN)

Hugmyndir Barcelona um að fá Raheem Sterling (26) lánaðan frá Manchester City í janúar virðast fjarlægar, vegna fjárhagsstöðu félagins og þeirra launa sem Sterling er á. (Sport)

Juventus er tilbuið að láta sænska vængmanninn Dejan Kulusevski (21) til Arsenal í skiptum fyrir Fílabeinsstrendinginn Nicolas Pepe (26). (Calciomercato)

Newcastle United vill fá franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) frá Mónakó. Chelsea, Liverpool, Manchester City, Real Madrid, Paris St-Germain og Bayern München hafa einnig áhuga á honum. (El Nacional)

Steven Gerrard vill fá Nathan Patterson (20) til Aston Villa frá sínu fyrrum félagi Rangers í Glasgow. Bayern München, Atletico Madrid og Paris St-Germain hafa líka áhuga á skoska hægri bakverðinum. (90min)

Leeds United, Wolves og Burnley íhuga að gera tilboð í John Swift (26), fyrrum U21 landsliðsmann Englands, sem spilar fyrir Reading. Miðjumaðurinn hefur lengi verið á óskalista Sheffield United. (Sheffield Star)

AC Milan hefur blandað sér í hóp með Chelsea og Atletico Madrid sem hafa áhuga á franska U21 landsliðssóknarmanninum Mohamed-Ali Cho (17) hjá Angers. (L'Equipe)

Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette (30) og enski framherjinn Eddie Nketiah (22) munu væntanlega yfirgefa Arsenal þegar samningar þeirra renna út í sumar. (Football London)

Crystal Palace og Borussia Mönchengladbach hafa áhuga á Nketiah sem hefur tjáð Arsenal það að hann vilji yfirgefa félagið. (Mail)

Newcastle United vonast til að geta lokkað Jesse Lingard (28) frá Manchester United í janúar með því að lofa honum spiltíma. West Ham hefur einnig áhuga. (Northern Echo)

Hollenski varnarmaðurinn Stefan de Vrij (29) hefur sagt vinum sínum að hann hafi áhuga á að yfirgefa Inter og ganga í raðir Tottenham í janúar. (Football Insider)

Franski miðvörðurinn Jules Kounde (23) segir að misheppnuð tilraun Chelsea til að kaupa sig í sumar hafi haft áhrif á frammistöðuna á þessu tímabili. (Telefoot)

Senegalski miðjumaðurinn Nampalys Mendy (29) vill yfirgefa Leicester City en segir að hann verði að vera þolinmóður til að óskir sínar rætist. (APS)

Birmingham City hefur boðið George Hall (17) atvinnumannasamning. Félagið vill fæla burt áhuga frá Leeds United. (Football Insider)

Phil Neville, þjálfari Inter Miami, hefur losað tíu leikmenn úr hópnum sínum eftir að liðinu mistókst að komast í úrslitakeppnina. Nítján ára sonur hans, Harvey, verður færður upp í aðalliðið fyrir næsta tímabil. (Sun)

Napoli er að vinna að því að framlengja samning nígeríska sóknarmannsins Victor Osimhen (22) en nnúgildandi samningur rennur út 2025. (Gazzetta dello Sport)

Ral Madrid vill framlengja samningi króatíska miðjumannsins Luka Modric (36) um eitt ár, til 2023. (Marca)

Juventus mun tilkynna nýjan samning við Paulo Dybala (28) í lok mánaðarins. Samkomulag er í höfn. (Tuttosport)

Nuno Espirito Santo vonast til að snúa aftur til starfa í ensku úrvalsdeildinni sem fyrst. Nuno var rekinn frá Tottenham. Umboðsmaður hans skoðar líka möguleika í Frakklandi en Lyon og Lille eru hugsanlegir möguleikar þar. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner