Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 16. nóvember 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilson í skýjunum á leið á HM
Mynd: Getty Images

Callum Wilson framherji Newcaslte og enska landsliðsins er í fyrsta sinn í landsliðshópnum síðan árið 2019 en hann er á leið á HM í Katar.


Wilson hefur verið að gera góða hluti með Newcastle en hann er með sex mörk í 11 leikjum. Newcastle hefur komið mikið á óvart og er í 3. sæti eftir 15 umferðir.

„Ég hef verið í burtu í þrjú ár og nú á leiðinni á HM. Það eru frábær tækifæri framundan fyrir okkur leikmennina til að skrifa söguna. Fyrir okkur er það mikil hvatning," sagði Wilson.

„Ég var í skýjunum, þú leggur hart að þér til að fá svona tækifæri. Maður mun njóta hvers augnabliks."

Leikmenn á borð við Tammy Abraham, Ivan Toney og Dominic Calvert-Lewin, sem er reyndar meiddur, voru skildir eftir heima.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner