Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Æfingaleikir: Þróttur vann Grindavík - K.Á. valtaði yfir ÍH
Aron Þórður Albertsson
Aron Þórður Albertsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Gíslason gerði tvö mörk fyrir K.Á.
Andri Gíslason gerði tvö mörk fyrir K.Á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur 2 - 1 Grindavík
Mörk Þróttar: Aron Þórður Albertsson og Ágúst Leó Björnsson

K.Á. 7 - 1 ÍH
0-1 Markaskorari óþekktur
1-1 Jóhann Andri Kristjánsson
2-1 Daði Snær Ingason
3-1 Jón Helgi Pálmason
4-1 Sjálfsmark
5-1 Andri Gíslason
6-1 Andri Gíslason
7-1 Egill Örn Atlason

ÍH og K.Á. mættust í æfingaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. K.Á. er nýtt lið sem að stofnað var fyrr í vetur og mun taka þátt í 4. deildinni næsta sumar. Búi Vilhjálmur Guðmundsson mun stýra liðinu.

Sjá meira:
Breytingar hjá Haukum: Ásgeir kominn heim - Stofna varalið

ÍH komst nokkuð óvænt yfir í leiknum leikmenn K.Á. voru ekki lengi að snúa leiknum sér í hag og unnu að lokum sannfærandi 7-1 sigur þar sem að Andri Gíslason skoraði meðal annars tvö mörk fyrir K.Á.

Fyrstu deildarlið Þróttar mæti Pepsideildar liði Grindavíkur á föstudaginn þar sem að Þróttur sigraði, 2-1. Aron Þórður Albertsson og Ágúst Leó Björnsson skoruðu mörk Þróttar.

Ágúst Leó kom til Þróttar frá ÍBV fyrr í vetur en hann skoraði einnig mark Þróttar í 3-1 tapi gegn Kára á dögunum.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner