Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
8 dagar til jóla - Heimsliðið: Vinstri bakvörður....
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Ari Freyr Skúlason vinstri bakvörður Lokeren og íslenska landsliðsins sér um valið á vinstri bakverði í heimsliðið. Ari velur leikmann sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.

„Alltof auðvelt. Marcelo alla daga," sagði Ari við Fótbolta.net þegar hann var beðinn um vinstri bakvörð í liðið.

„Hvað getur hann ekki! Frábær tækni, skorar mörk, leggur upp og svo er hann svo stór hluti af spilinu. Getur sett hann hvar sem er og hann mundi standa sig vel. Í mínum augum besti vinstri bakvörður ever."

Vinstri bakvörður - Marcelo
30 ára - Á 58 landsleiki fyrir Brasilíu

Fimm staðreyndir um Marcelo
- Marcelo ólst upp við mikla fátækt. Afi hans sá um að borga allt sem kom að fótboltanum og Marcelo hefur í gegnum tíðina tileinkað mörkin sem hann skorar ömmu sinni og afa. Afi hans lést árið 2014.

- Afi Marcelo sagði honum að vera brosmildur, sama hvað gengur á, og það er eitt af hans mottóum í liðinu.

- Marcelo er með nafna afa síns húðflúrað á sig en hann er með fleiri húðflúr eins og treyjunúmer sitt, afmælisdaginn og fleira.

- Marcelo byrjaði fyrst á yngri árum að æfa innanhúsfótbolta, futsal, en þar fékk hann góða grunntækni.

- Marcelo á þrjá hunda og eyðir miklum tíma með þeim á hverjum degi.

Frábær með boltann


Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Hægri bakvörður - Dani Alves
Miðvörður - Sergio Ramos
Miðvörður - Raphael Varane
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner