Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Crespo fær þjálfarastarf í Argentínu
Crespo var seigur knattspyrnumaður.
Crespo var seigur knattspyrnumaður.
Mynd: Getty Images
Argentíska knattspyrnugoðsögnin Hernan Crespo er tekinn við Banfield en liðið leikur í argentísku úrvalsdeildinni.

Crespo lék 64 leiki með argentíska landsliðinu á ferli sínum og skoraði í þeim 35 mörk. Hann lék með stórliðum á borð við Inter Milan, Chelsea og AC Milan. Hann lék einnig lengi vel með Parma.

Þetta er ekki fyrsta þjálfarastarf Crespo en hann þjálfaði Modena sem leikur í ítölsku B-deildinni.

Nú síðast var hann síðan varaforseti Parma en hefur fengið sig lausann frá félaginu til þess að taka við Banfield.

Banfield er í 10.sæti argentísku deildarinnar, tíu stigum á eftir Racing Club sem er á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner