Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 11:30
Arnar Helgi Magnússon
Dembele bannað að slökkva á símanum
Dembele er oft ekki alveg með á nótunum.
Dembele er oft ekki alveg með á nótunum.
Mynd: Getty Images
Það hefur mikið gengið á hjá unga frakkanum í liði Barcelona á tímabilinu, Ousmane Dembele.

Hann hefur verið duglegur við það að koma sér í fjölmiðla en þó ekkert endilega fyrir góða hluti inni á vellinum. Hann hefur verið í vandræðum utan vallar.

Hann hefur verið að glíma við tölvuleikjafíkn sem hefur verið að halda honum vakandi á næturnar sem verður til þess að hann hefur verið að mæta seint á æfingar.

Barcelona virðist ætla að hjálpa Dembele í gegnum þessi vandræði og hefur nú brugðið á það ráð að banna Dembele að slökkva á símanum eða setja hann á "hljóðlátt" stillinguna.

Í vikunni náðist ekki í Dembele þegar hann var ekki mættur til æfinga en tveimur tímum eftir að æfingin hófst mætti hann. Hann var sektaður um 90 þúsund pund.

Valverde, þjálfari Barcelona vill nú geta náð í Dembele hvenær sem er.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner