Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma hafði betur í fimm marka leik
Mynd: Getty Images
Roma 3 - 2 Genoa
0-1 Krzysztof Piatek ('17)
1-1 Federico Fazio ('31)
1-2 Oscar Hiljemark ('33)
2-2 Justin Kluivert ('45)
3-2 Bryan Cristante ('59)

Roma tók á móti Genoa í síðasta leik dagsins í ítalska boltanum og úr varð fjörugur markaleikur.

Krzysztof Piatek kom gestunum frá Genúa yfir eftir skelfileg mistök Robin Olsen í marki heimamanna.

Olsen missti einfalt skot í gegnum klofið á sér og var Piatek fyrstur að átta sig og náði að tækla boltann í netið áður en markvörðurinn gat brugðist við.

Federico Fazio jafnaði eftir aukaspyrnu en Oscar Hiljemark kom gestunum aftur yfir skömmu síðar eftir hornspyrnu. Justin Kluivert náði þó að jafna rétt fyrir leikhlé og skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið eftir leiftursnöggan sprett í góðri skyndisókn.

Bryan Cristante gerði sigurmark Roma snemma í síðari hálfleik með góðu skoti fyrir utan teig þar sem hann þrumaði skoppandi knettinum í netið.

Roma er í sjötta sæti ítölsku deildarinnar eftir sigurinn, tveimur stigum frá AC Milan í Meistaradeildarsæti.

Genoa er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið þrátt fyrir að vera með markahæsta leikmann deildarinnar innanborðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner