Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Marcelo viðurkennir að Real sakni Ronaldo
Félagar.
Félagar.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu. Liðið byrjaði leiktíðina mjög illa en hefur aðeins náð að rétta úr kútnum með komu nýs þjálfara, Santiago Solari.

Real Madrid marði í gær botnlið Rayo Vallecano en þetta er aðra umferðina í röð sem að Real á í miklum vandræðum með lið sem er í botnbaráttu.

Liðið var gangrýnt í sumar fyrir að kaupa ekki neinn þegar þeir misstu Cristiano Ronaldo til Juventus.

Brasilíski varnarmaðurinn hjá Real, Marcelo, viðurkennir að liðið sakni Ronaldo.

„Það er augljóst að þegar þú ert með besta leikmann í heimi í liðinu þínu og missir hann, þá muntu sakna hans. Ég er samt ekki að segja að við séum ekki með heimsklassa leikmenn í hverri stöðu," segir Marcelo.

Hann segir að öll lið gætu notað Ronaldo innan sinna raða.

„Öll lið myndu vilja Ronaldo. Real Madrid mun halda áfram að verða Real Madrid þó að Ronaldo sé ekki hér. Leikmenn verða keyptir og leikmenn verða seldir."
Athugasemdir
banner
banner
banner