Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. desember 2018 11:00
Arnar Helgi Magnússon
Mourinho hefur mikið álit á Salah - „Stórkostlegur leikmaður"
Mourinho hefur mikið álit á Salah
Mourinho hefur mikið álit á Salah
Mynd: Getty Images
Liverpool tekur á móti Jose Mourinho og hans lærisveinum í Manchester United í stórleik umferðarinnar. Flautað verður til leiks á Anfield klukkan 16:00 í dag.

Mourinho segir að United þurfi að passa sig á Mo Salah, hans sé þeirra helsta vopn.

„Það hefur verið hröð þróun á honum sem leikmanni. Þegar hann kom fyrst í ensku úrvalsdeildina frá Basel til Chelsea þá var hann ekki tilbúinn, þetta var of mikið fyrir hann," segir Jose.

„Ég man eftir því að hafa byrjað honum inná á móti Tottenham og Manchester City en hann réði ekki við það. Núna getur hann spilað hvar sem er á móti hverjum sem er."

Jose Mourinho þjálfaði eins og kunnugt er Mo Salah þegar hann spilaði með Chelsea.

„Hann er algjörlega stórkostlegur leikmaður. Frá því að þurfa að fara úr ensku deildinni af því að hún var of stór í það að verða einn besti leikmaður í heimi."

Mourinho segir það ekki hjálpa til í dag að hann þekki Salah.

„Ég held að staðreyndin að ég þekki Salah hjálpi mér ekki í dag. Hann hefur það mikil gæði og hann getur látið til sín taka á einu augabragði."
Athugasemdir
banner
banner
banner