Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 18:54
Ívan Guðjón Baldursson
Roy Keane: Þetta er eins og Man Utd á níunda áratugnum
Mynd: Getty Images
Roy Keane var að spjalla við Gary Neville og félaga á Sky Sports eftir 3-1 sigur Liverpool gegn Manchester United.

Keane, sem var fyrirliði Rauðu djöflanna til margra ára, var vonsvikinn að leikslokum og sagði núverandi lið Man Utd minna sig á aðalliðið frá því áður en '92 árgangurinn tók við keflinu.

„Dagar Paul Pogba hjá félaginu eru taldir. Þeir munu ekki selja hann í janúar en hann mun yfirgefa félagið. Það er ekkert stórmál, þetta verður ekki í fyrsta sinn sem hann fer frá United," sagði Keane.

„Ef þú kæmir niður frá tunglinu í dag og vissir ekkert um fótbolta þá myndirðu segja að United sé ekkert meira heldur en miðlungs úrvalsdeildarlið.

„Þetta er eins og Manchester United á níunda áratugnum, þeir geta kannski verið fínt bikarlið en ekkert meira en það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner