Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. desember 2018 17:18
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla jafnaði toppliðin
Mynd: Getty Images
Sevilla og Real Betis unnu sína leiki í spænska boltanum í dag. Sevilla lenti ekki í erfiðleikum gegn Girona og verðskuldaði Betis sigur á útivelli gegn Espanyol.

Ever Banega og Pablo Sarabia gerðu mörk Sevilla sem er búið að jafna Barcelona á toppi deildarinnar. Börsungar eiga þó leik til góða gegn Levante í kvöld.

Giovani Lo Celso byrjaði á því að klúðra vítaspyrnu gegn Espanyol og komust heimamenn yfir skömmu síðar. Lo Celso bætti þó upp fyrir mistökin og jafnaði rétt fyrir leikhlé.

Betis réði lögum og lofum í síðari hálfleik og krækti í sigurinn með tveimur mörkum undir lokin.

Betis er í Evrópudeildarsæti, fjórum stigum eftir Real Madrid sem er í Meistaradeildarsæti. Girona og Espanyol eru jöfn á stigum um miðja deild, fjórum stigum eftir Betis.

Sevilla 2 - 0 Girona
1-0 Ever Banega ('55, víti)
2-0 Pablo Sarabia ('64)

Espanyol 1 - 3 Real Betis
1-0 Sergio Garcia ('24)
1-1 Giovani Lo Celso ('43)
1-2 Cristian Tello ('85)
1-3 Oscar Duarte ('91, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner